Ég býð mig fram sem
næsta formann
VR

Flosi Eiríksson

Við þurfum öfluga og kraftmikla forystu

Ég hef eiginlega alltaf haft mikinn áhuga á hag vinnandi fólks. Að við sem leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með vinnuframlagi alla starfsævina, búum við öryggi, góð lífskjör og getum byggt börnunum okkar bjarta framtíð. Við getum með samstöðu og áræðni haft áhrif á samfélagið og hvernig gæðunum er skipt.

Við þurfum öfluga og kraftmikla forystu til að leiða VR inn í framtíðina. VR er geysilega sterkt félag sem sameinar fólk í fjölbreyttum störfum og atvinnugreinum.

Með afli sínu og samstöðu á félagið að vera leiðandi í að tryggja kjarabætur og réttindi með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi. VR á að hafa sterka rödd í samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar og veita stjórnvöldum þétt aðhald í efnahags- og velferðarmálum.  

VR er félagið okkar allra og það á að hafa hagsmuni okkar allra að leiðarljósi í öllu sínu starfi og um leið eigum við að hugsa hvert um annað. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða málefni barnafólks eða okkar eldri félaga. Við saman berum ábyrgð hvert á öðru og eigum að hafa það í huga alltaf og alla daga.

Verkefnin blasa við

Það blasa við verkefni á öllum sviðum sem verður skemmtilegt að ráðast í með samhentum hópi og breiðri samstöðu. VR hefur þegar tekið ákveðna forystu í húsnæðismálum sem byggja þarf á til áframhaldandi uppbyggingar. Á breyttum vinnumarkaði þurfum við að halda áfram að treysta margvísleg félagsleg réttindi, tryggja afkomuöryggi og að félagsmenn njóti öryggis í sínum daglegu störfum og þegar veikindi og slys bera að höndum.

Fjölbreytt atvinnulíf

Við þurfum að tryggja fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir öll og gæta þess að tæknibreytingar af margvíslegu tagi verði til að bæta lífsgæði en ógni ekki afkomu og atvinnutækifærum fólks. Við þurfum líka að laga okkur að þeim breytta veruleika sem loftslagsbreytingar kalla yfir okkur og tryggja að hagsmunir og réttindi launafólks séu varin í þeim umbreytingum. Aðgengi og tækifæri til sí- og endurmenntunar er þar lykilþáttur. Margar áskoranir fylgja síbreytilegum vinnumarkaði og við þurfum að vera stöðugt á varðbergi til að bæta hag og treysta réttindi félagsmanna.

Félag fyrir okkur öll

Aðeins um mig

Ég er fæddur í desember 1969 og foreldrar mínir voru Eiríkur Jónas Gíslason, brúarsmiður og húsasmíðameistari og Þorgerður Þorleifsdóttir, húsmóðir og dagmamma. Við erum sex systkinin og því líf og fjör í stórum og skemmtilegum hópi.

Ég lauk stúdentsprófi frá MK 1989, sveinsbréfi í húsasmíði 1993 og BS í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2006. Ég starfaði sem húsasmiður hjá ýmsum fyrirtækjum og sjálfstætt um nokkura ára skeið, vann hjá KPMG 2006 til 2016, Íslandsstofu 2016 til 2018, sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands 2018 til 2022. En síðan þá hef ég starfað sem ráðgjafi hjá Aton.

Jafnhliða þátttöku í atvinnulífinu hef ég verið virkur í margs konar félagsstarfi. Meðal annars sem bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 til 2010, í bæjarráði 1998 til 2006 og ýmsum öðrum nefndum á vegum Kópavogsbæjar. Varaformaður stjórnar Almenningsvagna bs. 1998 til 2002 og í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs 2006 til 2009. Eftir að ég hætti í bæjarstjórn var ég formaður skólanefndar MK frá 2010 til 2021. Ég var kjörinn í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks 2017og hef verið formaður hennar síðan 2021. Auk þess hef ég tekið þátt í ýmsu félagsstarfi og hef afar gaman af að vinna með og í kringum fólk og ná samvinnu og samstöðu um verkefni og úrlausnarefni.

Ég á fjögur börn á aldrinum 17 til 25 ára. Móðir þriggja þeirra lést 2013 og þekki ég því af eigin raun mikilvægi stuðning og styrkja úr okkar sameiginlega kerfi. Ég er í sambúð og bý í Kópavoginum og á sambýliskona mín tvö svo til uppkomin börn svo það er líf og fjör á heimilinu.

Ræðuskrif

Að kynna lífskjarasamninga 2019

Ýmsar greinar

Hér fyrir neðan eru nokkar greinar sem ég hef skrifað um kjara- og verkalýðsmál

,,Tölum um það sem skiptir máli” birt 28.2.2025

,,Um Varasjóð VR” birt 22.2.2025

,,Við­fangs­efni dag­legs lífs’’ birt 9.2.2025

,,Að standa vörð hvert um annað’’

,,Strákarnir sem vita alltaf best!’’

,,Ekki þjóðhættulegt að hækka lágmarkslaun’’

,,Skúra, skrúbba og bóna’’

,,Sam­bands­lausir þjónar þjóðarinnar’’

Ýmsir tenglar

Hér safna ég saman áhugaverðum tenglum.

Heimasíða VR - hér er hægt að fræðast um allt sem félagið okkar gerir.

,,Flosa til for­mennsku í VR’’ Pétur Hrafn Sigurðsson, Vísir 5.3.2025

Hafðu samband

Ef ykkur langar að heyra í Flosa um hans málefnaáherslur, annað sem varðar VR eða taka þátt í að gera félagið okkar en betra, hafiði þá endilega samband:

feiriksson@gmail.com
(+354) 897-8888